Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1998

Fimmtudaginn 14. október 1999, kl. 12:43:28 (548)

1999-10-14 12:43:28# 125. lþ. 9.4 fundur 67#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1998# (munnl. skýrsla), LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 125. lþ.

[12:43]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Viðrulegi forseti. Það kom nú kannski ekki mikið fram í máli hæstv. samgrh. sem snýr að mér að svara. Ég fagna því sérstaklega að verðskrá fyrir GSM-símtöl sé sérstaklega lág. En ég vek náttúrlega athygli á því að það hefur verið mikil barátta --- ég veit nú svo sem ekki hversu margir úrskurðir Samkeppnisstofnunar eru orðnir --- til þess að keyra í gegn alvöru samkeppni á þessum markaði sem síðan hefur leitt til lækkunar á gjaldskrá.

Ég fagna því sérstaklega, samgrh. fer nú varla með rangt mál í þeim efnum, að hér séu næstlægstu GSM-símgjöld í Evrópu (Samgrh.: Talsímagjöld.) Nú hann talaði ekki um GSM-gjöldin. Ég misskildi það.

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að þau rök sem hæstv. samgrh. færði enn og aftur og hefur verið að reyna að gera hér í morgun, að eðlilegt sé að starfsmaður Alþingis eigi sæti í pólitískri ráðgjafarnefnd hjá samgrh., eru ekki sterk. Ég verð að ítreka að það vantar mikið á að sú röksemdafærsla sé trúverðug.