Notkun nagladekkja

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:37:53 (921)

1999-11-01 15:37:53# 125. lþ. 16.1 fundur 98#B notkun nagladekkja# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:37]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég hef hlýtt á ábendingar hv. þm. og met þær. Ég tel sjálfsagt að á vegum samgrn. verði hugað að þessum málum. Ég veit það raunar að Vegagerðin hefur haft þessi mál mjög til skoðunar með tilliti til umferðaröryggis annars vegar og hins vegar slits á vegum. Bent hefur verið á þá kosti sem hér var vakin athygli á, þ.e. þá tækni sem Einar Einarsson hefur kynnt fyrir mörgum þingmönnum veit ég og hefur barist fyrir að koma í notkun og það er sjálfsagt að skoða þetta. En ég veit að Vegagerðin hefur þetta mjög ríkulega til athugunar og ég mun fylgjast með því.