Uppbygging fjarskipta á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 15:05:16 (1077)

1999-11-03 15:05:16# 125. lþ. 18.6 fundur 72. mál: #A uppbygging fjarskipta á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÁGunn
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[15:05]

Árni Gunnarsson:

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir þær áhyggjur sem hér hafa komið fram um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar og vil láta það koma skýrt fram að ég er andvígur því að selja það grunnnet sem felst í lagnakerfi Landssímans hf. Ég er þeirrar skoðunar að þetta net eigi að vera aðskilið, og til þess að tryggja samkeppni og tryggja jafnrétti, m.a. milli landshluta að þessu neti, þá tel ég óæskilegt að það sé selt með Landssímanum hf.

Ég vil rétt í lokin minna á að í frv. til laga sem liggur fyrir um fjarskipti er kveðið á um að samkeppnisaðila skuli hleypt að heimtaug, veittur aðgangur að heimtaug. Og ég vil benda á að þetta er talið leiða til hækkunar á fastagjaldi fyrir heimtaugar þar sem tilkostnaður er nú hærri en rukkað er fyrir. Ég vil benda á að þetta getur leitt til skertrar samkeppnisstöðu þeirra sem að búa úti á landi.