Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 11:21:20 (1113)

1999-11-04 11:21:20# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[11:21]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég er alls ekkert að gera því skóna að ríkisstjórnin hafi ekki tryggt sér meiri hluta fyrir því sem hér er gert, alls ekki. Ég geri mér alveg grein fyrir rökum hæstv. fjmrh. Það er lofsvert ef þetta fer batnandi, hæstv. fjmrh. Það er lofsvert.

Ég vil samt fá að líta svo á að þó svo að ríkisstjórn styðjist við sinn meiri hluta og leiti til hans þá eru allir þingmenn á Alþingi jafnir og hafa jafnan rétt til þess að fjalla um mál. En ég dreg alls ekki í efa að þeirra heimilda hafi verið aflað, formlega eða óformlega.