Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 14:11:12 (1135)

1999-11-04 14:11:12# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[14:11]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Framsfl. hefur í sjálfu sér ekki lokað á neinar nýjar leiðir í rekstri ríkisfyrirtækja. Þetta er hlutur sem við metum og skoðum. Ég hef ekki fengið neinar tillögur inn á mitt borð og ekki Framsfl., um útboð grunnskólanna í Hafnarfirði. Ég ætla ekkert að gefa neinar yfirlýsingar um það á þessu stigi. Ég hef ekki séð þetta. En það er almennt ekki stefna Framsfl. að bjóða út grunnskólarekstur. Grunnskólareksturinn er í höndum sveitarfélaganna. Við stóðum að því að færa þennan rekstur yfir til sveitarfélaganna og við vonumst til þess að sveitarfélögin geti staðið að því verkefni að reka grunnskólann. Það er okkar stefna. Hins vegar ætla ég ekkert að tjá mig um tillögugerð sem ég hef ekki séð. Ég hef ekki tamið mér að vera ekki með opinn huga. En talsmenn vinstri grænna hafa aldrei tamið sér að vera með opinn huga gagnvart yfirleitt neinu.