Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 16:14:08 (1166)

1999-11-04 16:14:08# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[16:14]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki í neinni deilu við hv. þm. Vilhjálm Vilhjálmsson en hér er grundvallarmisskilningur á ferðinni. Ég gat þess í ræðu minni og ég held að ég hafi farið alveg rétt með, að í ræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga gerði hv. þm. Jón Kristjánsson glögga grein fyrir því að þessi fortíðarvandi og bráðavandi sveitarfélaga væri ekki á verksviði tekjustofnanefndarinnar. Hann sagði að tekjustofnanefndin hefði ekki það pólitíska vægi að geta leyst þau mál núna á næstu vikum eða mánuðum. Það er alveg skýrt. Hér er á ferðinni grundvallarmisskilningur sem mér finnst tímabært að verði leiðréttur.