Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 16:17:05 (1168)

1999-11-04 16:17:05# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[16:17]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þarf svo sem litlu að svara, enda átti hv. þm. kannski minnst orðastað við mig. Við erum held ég sammála um flest. Ég held þó að senn sé kominn tími til þess fyrir sveitarstjórnarmenn að þeir þurfi að garga á ríkisvaldið svo ég noti hans orð í því samhengi.

Ég ætla svo sem ekki að elta ólar við tölfræðina um afkomu Kópavogsbæjar eða annarra sveitarfélaga. Ég las bara þráðbeint upp úr þessu riti sem heitir Árbók sveitarfélaga fyrir 1999 þar sem er að finna lykiltölur úr rekstri sveitarfélaga. Þar kemur í ljós að óráðstafaðar tekjur ársins 1998 í Kópavogi eru mínus 246 millj. 599 þús. kr.