Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 16:19:05 (1170)

1999-11-04 16:19:05# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[16:19]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Mér er hlýtt til Kópavogsbúa þannig að ég ætla ekki að fara fleiri orðum um þetta. En ef þetta er svona gott í þessum stóra bæ, Kópavogi, þá er kannski engin þörf á því að hann þurfi að garga neitt á hæstv. ráðherra. Þetta er e.t.v. allt í fínu lagi. En betur ef satt væri því að það er svo sem enginn vandi að búa til hagstæðar niðurstöðutölur ef menn taka lán alveg út í eitt og gegndarlaust. Ég var að rekja niðurstöðutölur án lántöku og hún er mínus 250. Það er einfaldlega veruleikinn og kannski það segi dálítið um það að skuldir þessa sveitarfélags eru upp á 3,6 milljarða kr. (Gripið fram í.) Það er í Kópavogi, svo að þeir sem eru að koma nú til fundarins heyri það. Ég var að vekja athygli á því að hallarekstur sveitarfélaga í kringum okkur er hjá sömu mönnum og stýra þessu landi og skylt er skeggið hökunni, kæri vinur.