Frumvörp um fjarskiptamál

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 10:50:28 (1247)

1999-11-11 10:50:28# 125. lþ. 23.91 fundur 131#B frumvörp um fjarskiptamál# (aths. um störf þingsins), SvH
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[10:50]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Þetta er í meira lagi sérkennileg umræða og vandræðagangur í málflutningi stjórnarliða. Hæstv. forseti, sem á að sjá um að gott samstarf náist í þinginu, á auðvitað óðar í bili að taka fyrir frekari umræðu um þetta og fallast á þá sjálfsagða kröfu að þessari umræðu sé frestað þar til öll gögn málsins eru komin fram.

Hvað er það sem knýr svo fast á um þessa umræðu nú? Hv. þm. Valgerður Sverrisdóttir lét svo sem umræðan hér væri algjört formsatriði og aukaatriði því öll vinna færi fram í nefndum. Þetta er líka sérkennilegt viðhorf til hins háa Alþingis. En hitt er svo allt annað mál að það er fullharkaleg krafa að ætla að bíða með umræðu um þetta mál eftir formanni samgn. Þá er ekkert víst að málið yrði nokkurn tíma tekið fyrir.