Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 15:27:25 (1487)

1999-11-16 15:27:25# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[15:27]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tók eftir því að hv. þm. sagði að þetta fjallaði ekki um að nýta vatnsaflið, eða ég tók ekki betur eftir. (Gripið fram í.) Ég er því alveg hætt að botna í þessu.

Ég tek undir með hv. þm. að umhverfismat er tæki og ég er ekki að tala gegn þeim lögum sem sett voru 1993. En við verðum bara að hafa það í huga að þessi ákvörðun er tekin löngu fyrr og það er samkvæmt lögum óheimilt að fara með Fljótsdalsvirkjun í mat á umhverfisáhrifum, það er nú ekkert annað en það, það er óheimilt samkvæmt lögum. Hv. þm. hlýtur því að gera sér grein fyrir þessu, en ég hef mestu samúð með henni í þessari umræðu.