Framhald umræðu um Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 13:38:11 (1604)

1999-11-17 13:38:11# 125. lþ. 27.91 fundur 154#B framhald umræðu um Fljótsdalsvirkjun# (aths. um störf þingsins), SvH
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[13:38]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Það er rétt, ég er sammála því að Fljótsdalsvirkjun er undanþegin lögunum um formlegt og löggilt umhverfismat. Það erum við hins vegar ekki hér á hinu háa Alþingi. Við verðum óhjákvæmilega að fara að þeim lögum sem síðan hafa verið sett um umhverfismatið. Ég endurtek: Ég og allir hv. þm. eigum lögformlegan rétt á að fyrir okkur verði lagt það mat sem nauðsyn er talin á að framkvæmt verði áður en út í slíkar virkjanir er farið. Fyrr er ekki með nokkru móti hægt að krefjast þess að við gefum meðmæli okkar. Því er hæstv. utanrrh. að neita mér um þá ánægju að mega með góðri samvisku samþykkja það að í þessar glæsilegu framkvæmdir verði ráðist?