Framhald umræðu um Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 13:39:16 (1605)

1999-11-17 13:39:16# 125. lþ. 27.91 fundur 154#B framhald umræðu um Fljótsdalsvirkjun# (aths. um störf þingsins), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[13:39]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Það liggur ljóst fyrir að ef stjórnarandstaðan vill fara í þessi mál með öðrum hætti þá hefði hún átt að flytja frv. til laga um breytingar á þessum lögum ... (Gripið fram í: Lögum um?) ... um umhverfismat sem hv. þm. var að vitna til. Jafnframt hefði átt að flytja frv. til laga um að afturkalla virkjunarleyfið af Landsvirkjun, sem ég vænti að hv. þm. Sverrir Hermannsson hafi komið nálægt. Það yrði að sjálfsögðu að afturkalla virkjunarleyfið af Landsvirkjun. Það verður ekki gert með einhverri brtt. við þál. eins og þingmenn Samfylkingarinnar hafa flutt. Það verður að gera með lagafrv. Hv. þm. er í lófa lagið að flytja slíkt frv. (Gripið fram í: Það liggur fyrir.) Ég veit ekki til þess að það liggi fyrir. (Gripið fram í: Jú, það liggur fyrir.) Þá fær það þinglega meðferð en á ekki að stöðva það að þetta mál fái þinglega meðferð.