Staðardagskrá 21

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 12:54:41 (1829)

1999-11-18 12:54:41# 125. lþ. 28.15 fundur 133. mál: #A Staðardagskrá 21# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[12:54]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Það sem hér er til umræðu er í rauninni mál bæði nútímans og framtíðarinnar. Ég get upplýst að á fundi fjárln. í morgun voru fulltrúar umhvrn. spurðir um hvort þeir ætluðu að fylgja eftir fjármagni til þess arna. Þeir treystu sér ekki til þess að svara því en vísuðu á ráðherrann. Ég fagna þeirri yfirlýsingu sem hæstv. umhvrh. gaf, að hann mundi beita sér af alefli fyrir því að þetta hlyti áframhaldandi fjárstuðning.

Ég vil samt líka láta í ljós ugg og óánægju með það að stefnt er að því að draga úr framlögum til fráveitumála hjá sveitarfélögunum. Það er ekki í takt við þessa sýn. Ég hvet hæstv. umhvrh. til þess að beita sér einnig í því máli.