Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 13:44:01 (1843)

1999-11-18 13:44:01# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[13:44]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Ég tók eftir því að hv. þm. hefur ekki fyllilega skilið ræðu mína áðan þar sem ég fór fram á að menn sýndu fram á samkvæmni í kröfum sínu til umhverfismála og til þess lífsstíls sem við höfum tamið okkur hér. Ég vil hins vegar taka það fram í sambandi við spurningu þingmannsins um hvernig eigi að fjármagna þær framkvæmdir sem hér er talað um, að ef hann skoðar það fjármagn sem verður til í íslenska efnahagskerfinu á hverju ári, m.a. í gegnum lífeyrissjóðina, þá verður honum sennilega ljóst að það er ekki skortur á fjármagni sem við búum við hér á Íslandi. (Gripið fram í.)