Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 13:46:04 (1845)

1999-11-18 13:46:04# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[13:46]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Ég er mjög ánægður með að geta skipst á skoðunum við hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur um þessi mál.

Ég vil aðeins geta þess hér í örstuttu svari að mengandi álbræðsla er hluti af lífsstíl hv. þm. Hún ekur um í bílum sem væntanlega eru með vél úr áli til að gera bílana léttari svo þeir brenni minna eldsneyti. Ál er alls staðar í lífsstíl þingmannsins. Er hún að segja að það sé allt í lagi en álið eigi bara að framleiða annars staðar?