Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 13:48:30 (1848)

1999-11-18 13:48:30# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[13:48]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Forseti. Mig langar að gera athugasemdir við tvö atriði í ræðu hv. þm. Tómasar Inga Olrich. Þingmaðurinn virðist ekki hafa fylgst með umræðunum hér, t.d. í gær. Þar kom mjög skýrt fram í ræðu minni að lagaleg staða Fljótsdalsvirkjunar væri óviss. Ég færði fyrir því ítarleg rök. Þetta lýtur bæði að íslenskum lögum en einnig að alþjóðlegum samningum sem við erum aðilar að.

Þingmaðurinn fullyrti hér í ræðu sinni að fyrir Fljótsdalsvirkjun lægi framkvæmdaleyfi. Ég hygg að hann hafi mismælt sig. Virkjunarleyfið liggur fyrir en vegna þess að framkvæmdaleyfi liggur ekki fyrir er lagaleg staða virkjunarinnar óviss. Á það benti ég í ræðu minni hér í gær.