Útvarpslög

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 20:40:30 (2063)

1999-11-22 20:40:30# 125. lþ. 30.10 fundur 207. mál: #A útvarpslög# (heildarlög) frv. 53/2000, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[20:40]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek þetta sem málsvörn fyrir Ríkisútvarpið. (Gripið fram í.) Ríkisútvarpið hefur algera sérstöðu í landinu. Það hefur verið byggt upp á löngu árabili og naut einokunar til ársins 1985 og hefur síðan notið algerrar sérstöðu við uppbyggingu á sínu dreifikerfi. Mér finnst alveg fráleitt að krefjast þess að einkaaðilar sem eru að hefja störf sýni fram á það í umsókn sinni hvernig þeir ætli keppa við Ríkisútvarpið. Mér finnst að ekki sé hægt að gera þá kröfu. Þeir eru að leggja af stað á allt öðrum forsendum en Ríkisútvarpið sem hefur starfað hér í nánast 70 ár, þ.e. eftir eitt ár, 69 ár á þessu ári, með þeirri sérstöðu sem Ríkisútvarpið hefur notið. Að ætla síðan að segja að menn geti ekki kvartað undan samkeppni við Ríkisútvarpið af því að þeir hafi ekki 60--70 ára reynslu á bak við sig og alla þá aðstöðu sem Ríkisútvarpið hefur getað aflað sér á þessu langa árabili finnst mér alveg fráleitt.