Beiðni um fund forsætisnefndar

Miðvikudaginn 24. nóvember 1999, kl. 13:30:37 (2129)

1999-11-24 13:30:37# 125. lþ. 32.91 fundur 168#B beiðni um fund forsætisnefndar# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 125. lþ.

[13:30]

Forseti (Halldór Blöndal):

Að þessu gefna tilefni er rétt að það komi fram að hv. þm. lagði upp á borð hjá mér þá tillögu sem hefur verið rætt um og held ég á henni í höndum. Það vakti athygli mína, það kom fram hjá einum hv. nefndarmanni, Pétri H. Blöndal, að málið væri ekki afgreitt í iðnn. Ég lít svo á að með ósk flutningsmanna í þingsalnum, hv. þm. Ástu R. Jóhannesdóttur og hv. þm. Jóhanns Ársælssonar, hafi málið verið tekið úr höndum iðnn. að frumkvæði þeirra og lagt fyrir forsn. sem mun þá fjalla um málið og er ekkert því til fyrirstöðu að kalla saman fund í forsn. í dag. Ég mundi kjósa að það gæti orðið þegar að loknum þessum fundi þar sem ég hafði ætlað mér norður í land. Mér er ekki kunnugt um hvernig aðstæður einstakra forsætisnefndarmanna eru þar sem flutningsmenn höfðu ekki óskað eftir því að fundurinn yrði haldinn á þessum tíma fyrr en nú.