Beiðni um fund forsætisnefndar

Miðvikudaginn 24. nóvember 1999, kl. 13:32:10 (2130)

1999-11-24 13:32:10# 125. lþ. 32.91 fundur 168#B beiðni um fund forsætisnefndar# (um fundarstjórn), GHall
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 125. lþ.

[13:32]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég verð að segja að mér kemur ákaflega á óvart og spánskt fyrir sjónir að þetta mál skuli vera lagt fyrir virðulegan hæstv. forseta þingsins þar sem í 19. gr. laga um þingsköp Alþingis segir svo, með leyfi forseta:

,,Fundir nefnda skulu lokaðir öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum þeirra nema nefnd ákveði annað.`` (Gripið fram í.)

Er þetta ekki mál nefndarinnar? Það er ekki forseta að fjalla um það. Það hlýtur að vera nefndarinnar sjálfrar að ákveða hvort fundir verði opnir eða ekki.