Byggðastofnun

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 11:52:53 (2155)

1999-12-02 11:52:53# 125. lþ. 34.1 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[11:52]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur ekki mikið álit á þessu frv. Ég læt það nú allt vera, en miðað við það hve sterkt hann tók til orða þótti mér hann nefna ansi fá dæmi um það sem mætti betur fara. Hann nefndi tvö, þrjú dæmi en mér fannst hann taka fullsterkt til orða. En það er önnur saga.

Það sem kallaði mig hér upp er tilvitnun hv. þm. í hæstv. félmrh., um að hann hefði ekki mikið álit á þessu og segði sig frá málinu. Ég las einmitt viðtal við hæstv. félmrh. Eina dæmið sem hann nefndi til stuðnings máli sínu var að hann sæi hvergi milljarð sem einhver hafði gefið honum fyrirheit um í vor að fylgja mundi með færslunni. Okkar skoðun var sú að það ætti ekki heima í lagafrv. um Byggðastofnun. Það er verið að setja lög um starfsemi Byggðastofnunar til framtíðar. Þar eiga ekki heima einstakar fjárveitingar. Þær koma á fjárlögum og eiga alls ekki heima í þessu frv.