Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 13:31:13 (2405)

1999-12-07 13:31:13# 125. lþ. 37.92 fundur 193#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[13:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Í upphafi fundar að loknum atkvæðagreiðslum fer fram umræða utan dagskrár um íslenska velferðarkerfið. Málshefjandi er Ásta R. Jóhannesdóttir. Heilbr.- og trmrh., Ingibjörg Pálmadóttir, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa en samið hefur verið um ræðutíma, sbr. 72. gr. þingskapa.

Fyrirkomulag umræðunnar er þannig að málshefjandi og heilbr.- og trmrh. hafa átta mínútur hvor í fyrra sinn en þrjár mínútur hvor við lok umræðunnar. Talsmenn annarra þingflokka en flokks Ástu R. Jóhannesdóttur og heilbr.- og trmrh. hafa fimm mínútur, aðrir þingmenn og ráðherrar þrjár mínútur. Sjö eða átta þingmenn komast á mælendaskrá. Umræðan stendur í um það bil klukkustund.