Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 17:29:41 (2453)

1999-12-07 17:29:41# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[17:29]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Vonandi er það röng ágiskun hjá mér að einhver öfl í heilbrigðisþjónustunni séu á móti því að koma þessu inn í módel og í stærðfræðilegt form. Það eru ein 15 ár síðan Alþingi hóf fyrst að ræða þetta, fór að setja heilmikla peninga í upplýsingaöflun í heilbrigðiskerfinu og menn hafa aftur og aftur verið að ræða að við yrðum að breyta því fjárstreymi sem um væri að ræða þannig að við gætum fjallað um þetta hlutlægt.

[17:30]

Svo ótrúlega lítið hefur gerst og það hefur gerst hægt. Þess vegna grunar mig að einhver andstaða sé gegn því. Ég veit að mikið af þessari statistík og upplýsingum eru til, óhemjumikið en er bara ekki notað. En upplýsingar og statistík er til að nota, til að stjórna, ekki til að stinga upp í hillu.

Þess vegna óttast ég að einhver andstaða sé gegn því. Komi hins vegar í ljós að engin andstaða sé gegn því þá er það hið besta mál.