Fjáraukalög 1999

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 13:33:58 (2525)

1999-12-08 13:33:58# 125. lþ. 38.2 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 125. lþ.

[13:33]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Við í Samfylkingunni teljum að ríkisstjórninni hafi orðið á margvísleg mistök við stjórn ríkisfjármála. Má segja að ríkisstjórnin sé ölvuð af góðærinu og þess sjást glögg merki á þeim tillögum sem hér liggja fyrir.

Hér er lagt til að 8.000 millj. verði aukið við ríkisútgjöldin á sama tíma og Þjóðhagsstofnun og Seðlabankinn hafa lagt til að dregið verði úr ríkisútgjöldum. Ríkisstjórnin verður sjálf að bera ábyrgð á því og þess vegna munum við sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.