Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 12:10:20 (2828)

1999-12-13 12:10:20# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[12:10]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Við lifum á viðsjárverðum tímum og breyttum tímum að því er lýtur að umhverfismálum. Tæknivædd samfélög Vesturlanda ógna í æ auknari mæli umhverfi okkar og taka sinn toll af umhverfi og náttúru. Það ríður á að samfélag á borð við okkar taki ábyrgð á þeim umhverfisskaða sem tæknivædd samfélög valda. Þess vegna leggjum við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs til að strax verði hafinn undirbúningur að grænum þjóðhagsreikningum og fyrsta skrefið í þá átt verði það að með næstu fjárlögum verði látin fylgja græn bók sem gerir grein fyrir þeim umhverfisskaða sem fjárlögin okkar valda og hvernig við ætlum að reyna að koma í veg fyrir þann skaða og lágmarka hann. Ég segi já.