Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 12:31:33 (2836)

1999-12-13 12:31:33# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[12:31]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þessi tillaga gengur út á að lækka fjárveitingu til fastanefndar Íslands hjá Norður-Atlants\-hafs\-banda\-laginu, þ.e. til rekstrar NATO-batterísins í Brussel, um 27 millj. kr. og sambærileg upphæð gangi til hækkunar á liðnum Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi, þ.e. til endurreisnarstarfs í Kosovo. Við teljum svigrúm til þessarar lækkunar NATO-megin, og þó meira væri, og svo sannarlega þörf fyrir fjármunina í endurreisnarstarfinu í Kosovo.