Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 13:05:48 (2843)

1999-12-13 13:05:48# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[13:05]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð hefur lagt fram tillögur um styrkingu á almenningssamgöngukerfi í landinu. Við teljum mjög mikilvægt til þess að þjóna nútímasamfélagi að styrkja og bæta almenningssamgöngur. Sum svæði eru tilbúin að fara í ítarlegar, róttækar breytingar og þess vegna vona ég að hv. þm. geti séð sér fært að styðja þessa tillögu um að hefja framkvæmdir við slíkt upp á 50 millj. kr.