Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 13:23:23 (2850)

1999-12-13 13:23:23# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[13:23]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Samkvæmt fjárlagafrv. er gert ráð fyrir 15 millj. kr. sértekjum vegna aðgangseyris að friðlýstum svæðum, en eins og fram hefur komið er verkefnið ekki komið nægilega langt til þess að við þingmenn Vinstri hreyfingarinar -- græns framboðs sjáum að því verði lokið og hægt verði að innheimta þessar 15 millj. Við leggjum því til að hætt verði við það en hækkaður í staðinn liðurinn Þjóðgarður og friðlýst svæði um 12 millj. Ég segi já.