Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 13:24:49 (2851)

1999-12-13 13:24:49# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[13:24]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Það hefur verið staðið vel við bakið á Skipulagsstofnun á þessu ári. Það er vel en hins vegar vantar stofnunina enn þá fé til ákveðinna hluta, útgáfu leiðbeiningarrita, rannsókna og áætlun um landnotkun á landsvísu. Það er mikilvægt að þessi verkefni komist á laggirnar og við óskum eftir 10 millj. kr. fjárveitingu til þeirra. Ég segi já.