Tilhögun þingfundar

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 10:54:59 (2922)

1999-12-15 10:54:59# 125. lþ. 46.92 fundur 220#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[10:54]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að fyrir þingfund hitti forusta þingsins formenn þingflokka og tókst samkomulag um tilhögun þingstarfa í dag. Forseti vill geta þess til upplýsinga að við það er miðað að nú verði tekin fyrir 3., 4., 5. og 7. mál á dagskrá fundarins og síðan 20. mál. Að þeim loknum verða tekin fyrir fjárlög árið 2000 sem er 2. dagskrárliður. Fundarhlé verður gert milli kl. 12 og 1 í dag.

Þetta vildi forseti láta koma fram.