Fjárlög 2000

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 21:19:33 (3028)

1999-12-15 21:19:33# 125. lþ. 46.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[21:19]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég nefndi í lok ræðu minnar bæði viðskiptahallann og verðbólguspárnar sem fram komu í þjóðhagsáætluninni. Ég hef áhyggjur af hvoru tveggja og tel þetta slæm tíðindi. En það þýðir ekki að tala um það eingöngu. Ef ég mætti snúa þessu dæmi við og minnast á afkomu ríkissjóðs: Hvernig vill þingmaðurinn afgreiða fjárlögin í ljósi þessara upplýsinga sem hann hefur svo miklar áhyggjur af? Það þarf að afgreiða þau. Það þarf að afgreiða þau með eins miklum afgangi og hægt er. Hér er talan 16,7 milljarðar niðurstaðan. Hvað vill hann gera? Vill hann auka við þennan afgang til þess að bregðast við viðskiptahallanum eða hvað?