Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:14:42 (3070)

1999-12-16 11:14:42# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:14]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð styður kröfu námsmanna um það að námsmannaframfærsla sé reiknuð fram til samræmis við framfærslu annarra manna í þessu samfélagi. Hér er lagt til að skerða framlög til Lánasjóðs ísl. námsmanna um 100 millj. á grundvelli þess að framfærsla námsmanna er einungis rúmar 62 þús. kr. á mánuði. Við teljum það vera allt of lágt og við teljum tekjutengingu í þessum málaflokki koma illa og hart niður á námsmönnum. Við segjum nei.