Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:31:20 (3078)

1999-12-16 11:31:20# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, GIG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:31]

Gunnar Ingi Gunnarsson:

Herra forseti. Hér er gerð tillaga um hækkun á tekjutryggingarhluta ellilífeyris. Þessi tillaga er gerð til að koma til móts við þá ellilífeyrisþega sem verst eru staddir í íslensku þjóðfélagi og búa margir hverjir við sárustu fátækt. Með því að fella þessa tillögu og einnig samsvarandi tillögu er varðar örykja, án þess að koma með ámóta eða betri úrræði í staðinn, er meiri hluti hv. þm. að senda þessum hópi lífeyrisþega þær köldu jólakveðjur að þeir skuli sætta sig að vera áfram utan garðs í íslensku velferðarþjóðfélagi. Því mótmæli ég og segi já.