Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:32:45 (3111)

1999-12-16 12:32:45# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JónK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:32]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Fjárlög eru nú afgreidd með meiri rekstrarafgangi en dæmi eru til áður. Þrátt fyrir það höfum við getað aukið framlög til ýmissa bráðnauðsynlegra mála eins og heilbrigðiskerfisins, til ýmissa þátta byggðamála, til fíkniefnamála og margra fleiri smærri verkefna.

Ég tel að þetta frv. leggi góðan grunn að því að greiða niður skuldir þjóðarinnar í framtíðinni og leggi góðan grunn að för til nýrrar aldar. Ég segi já.