Skattfrelsi norrænna verðlauna

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 15:29:11 (3147)

1999-12-16 15:29:11# 125. lþ. 47.10 fundur 4. mál: #A skattfrelsi norrænna verðlauna# frv. 126/1999, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[15:29]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þá skoðun hæstv. fjmrh. að auðvitað ætti eitt yfir alla að ganga í þessum efnum. Það er mjög slæmt þegar gerðir eru samningar milli þjóða, eins og á vettvangi Norðurlandanna, sem ganga þvert á þau lög sem eru í gildi gagnvart sambærilegum verðlaunum eða viðurkenningum hér heima. Mér finnst hins vegar ástæða til að skoða hvort ekki sé möguleiki á því, þar sem þessi lög eru í gildi gagnvart innlendum verðlaunaafhendingum, að fá þetta endurskoðað á vettvangi Norðurlandanna og þá náttúrlega varðandi Nóbelsverðlaunin einnig.