Ættleiðingar

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 18:51:32 (3191)

1999-12-16 18:51:32# 125. lþ. 47.14 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[18:51]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég geri ekki lítið úr þeim árangri og ég er sammála því að það er árangur. Ég dreg ekki á það neina dul.

En ég þarf að geta treyst því, herra forseti, að orðalag 2. gr. um hjón og skilgreininguna á hjónum eigi við um það fólk sem býr í staðfestri samvist. Mér þætti vænt um ef við gætum fengið það staðfest hér frá hv. formanni allshn. eða einhverjum sem veit betur hvort það verði nokkur akkillesarhæll þessa máls í vor því við verðum að geta treyst því að fólk sem býr í staðfestri samvist verði skilgreint sem hjón.