Vitamál

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 12:10:15 (3228)

1999-12-17 12:10:15# 125. lþ. 48.15 fundur 57. mál: #A vitamál# (heildarlög) frv. 132/1999, Frsm. 1. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[12:10]

Frsm. 1. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil leiðrétta eða fyrirbyggja misskilning að Vinstri hreyfingin -- grænt framboð lagði ekki fram tillögur um skatta á þorskígildi, þannig að það sé bara alveg ljóst að við lögðum það ekki til.

Í öðru lagi lagði ég ekki til þær breytingar að sameina eða færa verkefni til Landhelgisgæslunnar frá Siglingamálastofnun. Hins vegar benti ég á tillögur þeirra og greinargerð sem bæri í sjálfu sér að skoða. Og ég leyfi mér því, herra forseti, að spyrja hæstv. samgrh.: Er ætlunin að skoða þær tillögur frekar, sem þarna eru lagðar fram?