Brunavarnir og brunamál

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 11:33:40 (3413)

1999-12-18 11:33:40# 125. lþ. 49.12 fundur 244. mál: #A brunavarnir og brunamál# (brunavarnagjald) frv. 127/1999, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[11:33]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Það er óeðlilegt að skerða framlag til brunavarna um 13 millj. kr. a.m.k., eins og hér er lagt til, ekki síst í ljósi þess að ýmsar kerfisbreytingar sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir hafa veikt og grafið undan öryggi í eldvörnum. Þar vísa ég sérstaklega til þess að stórlega hefur verið dregið úr rafmagnseftirliti og er ástand á því sviði víða mjög bágborið. Meðal annars í ljósi þessa er fullkomið ábyrgðarleysi að veikja enn frekar brunavarnir í landinu eins og ríkisstjórnin leggur til með þessu frv.