Póst- og fjarskiptastofnun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 12:01:12 (3418)

1999-12-18 12:01:12# 125. lþ. 49.6 fundur 240. mál: #A Póst- og fjarskiptastofnun# frv. 110/1999, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[12:01]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um eftirlitsstofnun á þessu sviði. Því háttar þannig til að hæstv. samgrh. er ætlað að fara með eignarhald ríkisins í því fyrirtæki sem ræður nánast öllum markaðnum. Honum er jafnframt ætlað að hafa eftirlit með þessum markaði. Við tökum ekki heldur þátt í svona fíflagangi og munum sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.