Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 13:54:02 (3428)

1999-12-18 13:54:02# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[13:54]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. formaður iðnn. sagði í ræðu sinni: Verði ekki samið um viðunandi verð þá verður ekkert af virkjun. Nú hafa færustu hagfræðingar okkar verið að reikna út hvort virkjun geti orðið arðbær. Ég get ekki séð annað en að þeir sem hafa birt útreikninga sína komist allir að þeirri niðurstöðu að virkjun sem þessi í Fljótsdal geti ekki orðið arðbær. Því spyr ég hv. formann iðnn.: Hvert þarf orkuverð að vera svo af virkjun geti orðið? Það er grundvallaratriði að fólk viti út í hvað það er að fara og menn viti hvaða forsendur eru gefnar í sambandi við það hvort af virkjun verður eða ekki. Hversu hátt þarf orkuverðið að vera til þess að af virkjun verði?