Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 18:53:31 (3497)

1999-12-18 18:53:31# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[18:53]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég hlýt að ítreka það að hæstv. forseti þingsins hafi hlustað á þessa ræðu hv. formanns umhvn. þar sem hann rakti lið fyrir lið að við værum að fremja lögbrot, að við værum að ganga á rétt, að við værum að ganga á siðferðislega vinnuvitund Alþingis, að umhvn. og Alþingi fengju ekki nægan og eðlilegan tíma til að fjalla um þetta stórmál.

Herra forseti. Síðan er verið að nefna það hér að einstakir þingmenn séu þegar búnir að ákveða hvernig þeir ætli að greiða atkvæði og þess vegna skipti ekki máli hvað sagt sé. Ég bendi hæstv. forseta á að þingið þarf mun meiri tíma til að fjalla um þetta mál eins og formaður umhvn. leggur áherslu á.