Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 18:56:50 (3501)

1999-12-18 18:56:50# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[18:56]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ómótmælanlegt að hv. þm. Kristján Pálsson hefur borið inn í þingsalinn orð um afstöðu mína um atkvæðagreiðslu, orð sem ég sagði aldrei. Ég gaf ekki neina skoðun upp á þessum fundi. Hann vildi draga einhverjar ályktanir af því að ég hefði setið við hliðina á öðrum þingmanni sem hann þóttist síðan geta vitnað í. Þetta er á móti öllum starfsreglum og ég hef engar upplýsingar gefið í iðnn. um þetta efni og ég mótmæli þessum málflutningi.

Varðandi ferðir Ágústs H. Bjarnasonar grasa- og plöntufræðings þá vil ég benda á að hér er ekki um neinar kjaftasögur að ræða. Álit okkar gerir grein fyrir því sem stóð í skýrslu þess ágæta manns. Þar kemur ekkert fram um að hann hafi farið inn á Eyjabakka, ekki stafkrókur. Við fengum hins vegar að frétta að hann hefði farið þangað en þess er í engu getið í skýrslunni, hvorki í rannsóknarniðurstöðum né almennum ályktunum.