Fundur í iðnn. með skipulagsstjóra ríkisins

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 20:13:50 (3579)

1999-12-20 20:13:50# 125. lþ. 50.93 fundur 244#B fundur í iðnn. með skipulagsstjóra ríkisins# (um fundarstjórn), RG
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[20:13]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ágreiningur hefur verið uppi. Embættismaður hefur verið borinn sökum. Um það hefur verið tekist á í þessum ræðustól. Ég kom hér í upphafi til að þakka fyrir að veitt var stutt fundarhlé til að iðnn. gæti fundað. Við höfum skýrt frá því hvernig við vildum ljúka þeim fundi, að ekki var samstaða um það í nefndinni. Auðvitað hefði ég viljað að fram hefði komið hvernig meiri hlutinn bókaði afstöðu sína í nefndinni en það er þeirra að gera það.

Það kemur mér mjög á óvart eins og prúðmannlega hefur verið komið fram af hálfu stjórnarandstöðunnar í upphafi fundar í umræðu um fundarstjórn forseta og þar sem við eigum engan annan kost að lýsa því að iðnn. hafi fundað og hverjar hafi orðið lyktir þess máls, þá skil ég ekki og sérstaklega þar sem hæstv. forseti hefur setið fund okkar í iðnn. að hann skuli vera með þennan pirring út í þingmennina vegna þess að mér finnst að alveg sérstaklega prúðmannlega hafi verið komið fram með upplýsingar sem skipta máli og menn hafi hvorki farið í atyrðingar né persónuleg átök (Gripið fram í.) nema einn formaður þingflokks sem ég ætla ekki að nefna. Ég þakka forseta kærlega fyrir hlutdeild hans í að þessi fundur var haldinn en ég er ekkert að þakka fyrir hvernig brugðist var við því sem hér hefur komið fram því að mér finnst að það hafi ekki farist vel úr hendi af hálfu forseta.

(Forseti (GuðjG): Forseti kannast ekkert við að vera sérlega pirraður. Hann vill hins vegar að hv. þingmenn fari að þingsköpum og forseta er falið að stjórna fundum Alþingis samkvæmt þingsköpum og hlýtur að reyna að halda sig við það.)