Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 17:59:49 (3673)

1999-12-21 17:59:49# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, MF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[17:59]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Nefndum Alþingis var ætlað að vinna einhvers konar anga af mati á umhverfisáhrifum og leggja niðurstöðu sína fyrir Alþingi. Svo hæfir sem þingmenn eru hafa þeir ekki til að bera þá sérþekkingu sem til þarf til að vinna það verk. Gögnin sem lögð voru til grundvallar þessari vinnu, sérstaklega skýrsla Landsvirkjunar, standast engan veginn þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til sambærilegra gagna vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmda eins og þær sem hér um ræðir.

Náttúrufar á Eyjabökkum er verðmætt, jafnvel einstætt í sinni röð. Það verðskuldar sérstakt mat. Efnahagsleg áhrif framkvæmdanna eru óljós og þarf að skoða betur og ef horft er á byggðaáhrifin til framtíðar eru einnig margir óljósir þættir. Þeir verðskulda einnig vandað mat á áhrifum framkvæmdanna. Ég segi já.