Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:27:39 (3700)

1999-12-21 18:27:39# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:27]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ef þessi sérkennilega samstöðuyfirlýsing verður samþykkt gæti það markað upphaf þess að fórna náttúruperlum á svæðinu norðan og norðaustan Vatnajökuls þar sem er stærsta lítt snortna víðerni Evrópu. Fyrst til að falla í valinn yrði þá náttúruperlan Eyjabakkar.

Herra forseti. Það er að mínu mati fráleitt að tala um þetta mál sem innlegg í hinn almenna atvinnu- og byggðavanda landsbyggðarinnar og það kemur úr hörðustu átt frá þeim stjórnvöldum sem bera ábyrgð á einu mesta byggðaröskunarskeiði lýðveldistímans. Herra forseti. Hér hefur ógæfulega verið staðið að verki. Ríkisstjórn og þó einkum Framsfl. hefur klofið þjóðina í herðar niður en reyndar komið sjálfum sér í pólitískan lífsháska í leiðinni og er það vel.

Mér segir svo hugur að hæstv. ríkisstjórn verði harla litlu nær í málinu að afgreiddum þeim málamyndagjörningi sem hér er að fara fram. Ég segi nei, herra forseti.