Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:32:08 (3705)

1999-12-21 18:32:08# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:32]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Hér erum við að taka fyrsta skrefið að þeirri verstu náttúruröskun sem samþykkt hefur verið fram til þessa á Íslandi. Með samþykkt þáltill. iðnrh. um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun erum við að fórna náttúruperlu sem ekki verður endurheimt, náttúruperlu sem hefði mátt hlífa með öðrum vinnubrögðum eins og margoft hefur verið farið yfir hér í þessum sal.

Málinu er stillt upp sem byggðamáli en ég dreg í efa að það muni reynast sá bjargvættur sem fram kemur í málflutningi stuðningsmanna stóriðju. Eins dreg ég í efa efnahagslegar forsendur framkvæmdanna. Í þessu máli er margt óunnið, bæði í rannsóknum og eins er lagaleg staða málsins mjög ótrygg. Því segi ég nei, herra forseti.