Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 157  —  136. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um vaxandi notkun olíu í stað rafmagns.

Frá Gunnari Ólafssyni.



     1.      Hversu mikil er notkun olíu þar sem nota mætti rafmagn, í heild og sundurliðað eftir helstu notendum, þ.e. fiskimjölsverksmiðjum, almennum iðnaði, fjarvarmaveitum o.s.frv.?
     2.      Hverjir eru helstu notkunarflokkar olíu þar sem nota mætti rafmagn, þ.e. framleiðsla raforku, framleiðsla gufu, til kyndingar o.s.frv.?
     3.      Hverjar eru helstu orsakir þess að olía er notuð í stað rafmagns, þ.e. verðlagning, óörugg afhending o.s.frv.?


Skriflegt svar óskast.