Ferill 361. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 616  —  361. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um könnun á áhrifum laga nr. 12/1998 á íslenskan sjávarútveg.

Frá Svanfríði Jónasdóttur og Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hefur ráðherra látið kanna hvaða áhrif breytingar á lögum um stjórn fiskveiða frá árinu 1998 hafa haft „á íslenskan sjávarútveg, sérstaklega á stöðu og möguleika einstaklingsútgerðar“, sbr. bráðabirgðaákvæði XIX í lögunum um stjórn fiskveiða?
     2.      Ef þeirri könnun er lokið, hverjar eru þá niðurstöður hennar?
     3.      Hvenær hyggst ráðherra leggja niðurstöður könnunarinnar fyrir Alþingi?