Ferill 381. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 639  —  381. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um eftirlit með þungaflutningabifreiðum.

Frá Gísla S. Einarssyni.



     1.      Hvað kostar eftirlit með þungaflutningabifreiðum á ári, aðgreint eftir kjördæmum?
     2.      Hversu margir vinna við eftirlit með ökuritum og vigtun vörubifreiða?
     3.      Hvers konar tæki eru notuð við eftirlitið?
     4.      Hver er hagrænn ávinningur ríkisins af eftirlitinu?
     5.      Er fyrirhugað að halda áfram slíku eftirliti og sé svo, er þá áætlað að það verði óbreytt eða aukið?


Skriflegt svar óskast.