Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 651  —  393. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um hlutföll kynja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum opinberra aðila.

Frá Helgu A. Erlingsdóttur.



     1.      Hver voru hlutföll milli kynja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkisins í upphafi þessa árs?
     2.      Hverjir tilnefna í stjórnir, nefndir og ráð þegar um slíkt er að ræða? Hve margar konur og hve margir karlar eru tilnefnd eða skipuð og hversu margar eru nefndirnar? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum og því hvort um tilnefningar er að ræða eða ekki.
     3.      Hve margar nefndir eru á vegum ríkis og sveitarfélaga sameiginlega, hverjir tilnefna í hverja þeirra og hver eru hlutföllin milli kynja?
    Til samanburðar óskast sambærilegar upplýsingar frá því fyrir tíu árum eftir því sem völ er á.


Skriflegt svar óskast.