Ferill 431. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 701  —  431. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um vinnuvélanámskeið.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hvaða aðilar hafa leyfi til þess að halda vinnuvélanámskeið:
                  a.      frumnámskeið,
                  b.      grunnnámskeið B?
     2.      Hvaða rök eru fyrir því að slík námskeið séu skipulögð og haldin af stofnunum ríkisins, svo sem Iðntæknistofnun, Vinnueftirliti ríkisins og Bændaskólanum á Hvanneyri?
     3.      Telur ráðherra að slíkt námskeiðahald eigi að vera á vegum ríkisins? Ef ekki, mun ráðherra beita sér fyrir breytingum á því?